EN

20. febrúar 2014

Viðurkenning Félags heyrnarlausra

Sinfóníuhljómsveit Íslands hlaut viðurkenningu Félags heyrnarlausra sem veitt er fyrirtækjum eða stofnunum sem sýnt hafa fordómaleysi í ráðningum á heyrnarlausu stafsfólki.

Verðlaunin eru veitt Sinfóníuhljómsveitinni fyrir samstaf við Félag heyrnarlausra á Jólatónleikum Litla tónsprotans 2014. Þar komu m.a. fram Kolbrún Völkudóttir sem söng einsöng á táknmáli, táknmálskórinn Vox Sigum, ásamt Lailu Margréti Arnþórsdóttur og táknmálstúlkarnir Agnes Steina Óskardóttir og Gerður Sjöfn Ólafsdóttir.

Verðlaunin voru afhent á afmæli Félags heyrnarlausra 15. febrúar síðastliðinn og voru það Hjördís Ástráðsdóttir fræðslustjóri SÍ og Bernharður Wilkinson hljómsveitarstóri sem tóku við farandgripnum sem nefnist Múrbrjóturinn fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar Íslands.