EN

2. apríl 2014

Sinfónían býður á hádegistónleika 3. apríl

Opnir hádegistónleikar í Flóa í Hörpu

Fimmtudaginn 3. apríl býður hjómsveitin gestum og gangandi á opna hádegistónleika í Flóa í Hörpu. Flutt verður tónlist eftir Mozart, Beethoven og Jón Leifs. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15 og standa í rúman hálftíma.

Ilan Volkov  heldur um tónsprotann og Hallfríður Ólafsdóttir leikur einleik í fallegum flautukonsert Mozarts.

Við hvetjum sem flesta til að koma og nærast á  fallegri tónlist í hádeginu.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!

Efnisskrá:
Jón Leifs: Úr Rímnadönsum
Mozart: Flautukonsert, 3. kafli
Beethoven: Sinfónía nr. 5, 1. og 2. kafli

Stjórnandi: Ilan Volkov
Einleikari: Hallfríður Ólafsdóttir