EN

  • ashkenazy_listi

4. maí 2014

Opin æfing með Ashkenazy 6. maí

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna æfingu hjá hljómsveitinni í Eldborg þriðjudaginn 6. maí kl. 16.00.

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands býður á opna æfingu hjá hljómsveitinni í Eldborg þriðjudaginn 6. maí kl. 16.00.

Hljómsveitin æfir þá fyrir tónleika sem haldnir verða fimmtudaginn 8. maí þar sem heiðursstjórnandi SÍ, Vladimir Ashkenazy, mun stjórna 1. sinfóníu Brahms auk verka eftir Sergej Rakhmanínov og Modest Músorgskíj.

Á hljómsveitaræfingunni á þriðjudag gefst tækifæri á að fylgjast með æfingu á ljóðaflokknum Söngvar og dansar dauðans eftir Músorgskíj undir stjórn Ashkenazy. Barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur einsöng í þessari sérlega áhrifamiklu tónsmíð.

Að æfingu lokinni, um klukkan 17.00, er boðið upp á kaffi í Hörpuhorninu, 2. hæð.

Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, mun segja frá hápunktunum í dagskrá næsta starfsárs.
Ólafur Kjartan lítur við og gefur okkur innsýn í starf einsöngvarans og hvernig hann undirbýr sig fyrir tónleika.
Vinafélagið kynnir fyrirhugaða hópferð á hina virtu tónlistarhátíð BBC Proms í London þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Royal Albert Hall 22. ágúst.
Dregið verður úr skilvísum Vinum og fá vinningshafarnir hljómdisk frá 12 Tónum. Þeir sem skrá sig í Vinfélagið á staðnum fá boðsmiða á lokatónleika starfsársins þann 13. júní.
Gengið er inn á opnu æfinguna um inngang 2D.

Allir velkomir!