EN

25. ágúst 2014

Hljómsveitinni ákaft fagnað á Proms

Sinfóníuhljómsveit Íslands lek á einni þekktustu og virtustu tónlistarhátíð heims, BBC Proms, í Royal Albert Hall í Lundúnum 22. ágúst sl. Sveit­in spilaði fyr­ir fullu húsi en sal­ur­inn tek­ur um 5000 manns. Á efn­is­skrá voru verk eft­ir Hauk Tóm­as­son, Jón Leifs, Schumann og Beet­ho­ven. Hljómsveitin lék tvö aukalög eftir mikil fagnaðarlæti gesta. Tónleikunum var útvarpað beint á Rás 1 og  BBC 3 og er hægt að nálgast upptökurnar á vefnum.