EN

1. september 2014

Fyrirlestur Árna Heimis 1. september  

101 Klassísk tónlist -allri velkomnir


Mánudagskvöldið 1. september stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar.

 Í fyrirlestrinum sem hefst kl. 20 í Kaldalóni í Hörpu, stiklar Árni Heimir á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sinfóníuformið og ólíkar leiðir til þess að njóta sígildrar tónlistar.Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir. 

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna hápunkta vetrarins í dagskrá Sinfóníunnar og að erindinu loknu verður Árni Heimir til ráðgjafar um val á tónleikum fyrir Regnbogaáskrift.

Frítt inn og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.