EN

  • sinfo_harpa_listi

18. september 2014

Hljóðprufur í Eldborg 

Í september unnu sérfræðingar frá Arup, hljóðhönnuðum Hörpu, að áframhaldandi hljóðprufum fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fundin var ný grunnstilling fyrir hljómsveitina í Eldborg og tekin sú ákvörðun að þétta hljómsveitina á sviðinu til þess að auka frekar gæði hljómburðarins. Framvegis mun Sinfóníuhljómsveitin því leika á minna sviði, nema þegar stærri verk eru flutt sem krefjast meira umfangs.