EN

26. september 2014

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur með SÍ

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts æfa saman í Eldborg


Samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts hófst með heimsókn SÍ í Breiðholtsskóla síðasta vor. Þá léku sveitirnar saman hálftímalanga dagskrá. Í morgun var fyrsta æfing sveitanna á nýju starfsári þar sem B- og C-sveitir léku með Sinfóníuhljómsveitinni skemmtilegt úrval laga og eitt jólalag sem C-sveitin leikur á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í desember. Áður en æfingin hófst var boðið upp á kleinur og djús en síðan tók alvaran við og nemendur stigu á svið í Eldborg og stóðu sig frábærlega vel. Mikil og góð stemning ríkti á æfingunni og mikil tilhlökkun að ljúka verkefninu í vor á sameiginlegum stórtónleikum.

Nánar má lesa um heimsóknina hér á vef Reykjavíkurborgar.