EN

6. október 2014

Eigum von á þúsundum skólabarna í heimsókn

Sinfóníuhljómsveitin á von þúsundum skólabarna í heimsókn 7. og 8. október til að hlýða á Ástarsögu úr fjöllunum í tali og tónum 


Að venju fær Sinfóníuhljómsveit Íslands til sín fjölda skólabarna í heimsókn á hverjum vetri og eru þessara heimsóknir hluti af öflugu fræðslustarfi Sinfóníunnar. Nú er von á yngstu nemendum grunnskólana og skólahópum úr leikskóla á tónleika í Hörpu á þriðjudag og miðvikudag til að hlýða á Ástarsögu úr fjöllunum. Þessi saga Guðrúnar Helgadóttur, sem byggir á arfleifð íslenskra þjóðsagna og ævintýra, verður nú flutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í nýjum sinfónískum búningi undir stjórn tónskáldsins, Guðna Franzsonar. Í tónlistinni dregur Guðni upp litríkar hljóðmyndir af dulúðugum, spennandi og tregafullum heimi tröllanna og við sögusteininn situr Egill Ólafsson sem flytur ævintýrið í tali og tónum á sinn óviðjafnanlega hátt. Til að skapa tröllunum rétta umgjörð í Eldborg verður kraftmiklum tröllamyndum Brians Pilkington varpað upp meðan á flutningi stendur.

Fernir skólatónleikarnir verða haldnir í Eldborg í Hörpu þriðjudaginn 7. október og miðvikudaginn 8. október kl. 9.30 og kl. 11.00.

Skólahópar frá eftirtöldum leik- og grunnskólum hafa boðar komu sína til okkar: 

Blásalir, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Grandaborg Leikskóli, Grandaskóli, Hamrar, Hamraskóli, Hlíðarberg, Hof, Húsaskóli, Jöfri, Laugarnesskóli, Laugasól, Selásskóli, Vesturborg, Alþjóðaskólinn, Arnarsmári, Bakkaborg, Barónsborg, Dalskóli, Fagrabrekka, Flataskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Hofsstaðaskóli, Hólaborg, Kelduskóli, Langholtsskóli, Laufskálar, Lindarborg, Lyngheimar, Lækur, Melaskóli, Reykjakot og Leirvogstunguskóli, Seljaborg, Skerjagarður, Sólhvörf, Steinahlíð, Tjörn, Askja, Árborg, Ártúnsskóla, Brákarborg, Breiðagerðisskóli, Dalskóli , Furuskógur, Grandaskóli, Grænaborg, Háaleitisskóli – Hvassaleiti og Álftamýri, Háteigsskóli, Langholt, Mánagarður, Sjónarhóll, Sæborg, Ægisborg, Ölduselsskóli, Bjartahlíð, Flataskóli, Hálsaskógur, Heilsuleikskólinn Fífusalir, Hlíðaskóli, Hofsstaðaskóli, Klambrar, Klettaskóli, Langholt, Langholtsskóli, Laufásborg, Laugarnesskóli, Melaskóli, Rauðhóll, Regnboginn, Rofaborg, Seljakot, Stakkaborg, Sunnuás og Sunnufold.