EN

19. desember 2003

Frostrósir, fiðlur og freyðandi kampavín

Gamla árinu lýkur, við lítum yfir farinn veg um leið og við tökum á móti því nýja sem gefur fögur fyrirheit um betri tíð. Vínartónleikar eru orðnir mörgun jafn snar þáttur í hefðinni og flugeldar og brennur; enda hátíðleikinn og andrúmsloftið til þess fallið að þýða frostrósirnar á gluggunum.Kauptu miða á tónleikana hér! Í ár er það Ernst Kovacic sem mun stjórna Vínartónleikunum. Sigrún Pálmadóttir, sópran, mun syngja á tónleikunum. Efnisskrá:+++ Johann Strauss: Upp í dans (Auf zum Tanze) op.436 Myndir úr Norðurhafi (Nordseebilder) op. 390 Fritz Kreisler: Lítill Vínarmars (Kleiner Wiener Marsch) Sígaunacapriccio (Zigeunercapriccio) Synkópur (Syncopation) Luigi Arditi: Kossinn (Il bacio) Johann Strauss: Mein Herr Marquis, úr Leðurblökunni Elskað og dansað af ástríðu (Stürmish in Lieb und Tanz) Rósin úr suðri (Rosen aus dem Süden) HLÉ Franz Lehár: Forleikur úr Graf von Luxemburg Joseph Lanner: Tregamasúrki (Sehnsuchtsmazur op.87, fyrir fiðlu og hljómsveit) Charles Gounod: Ég vil lifa (Je veux vivre), úr Rómeó og Júlíu Johann Strauss: Raddir vorsins (Frühlingsstimmen) op. 410 Gegnum símann (Durchs Telefon) op. 439 Við bakka fögru bláu Dónár (An der schönen blauen Donau) op. 314