EN

20. janúar 2004

Af hreint ótrúlegri fundvísi nótnavarðar

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstkomandi finmtudag og föstudag verður meðal annars að finna á efnisskránni sellókonsert eftir Josef Haydn. Það merkilega við þennan sellókonsert, sem saminn er um 1765, er að lengi vel var möguleikinn á tilvist hans aðeins óljós grunur fárra. Þessi grunur manna um að til væri óþekktur konsert eftir Josef Haydn átti rætur sínar að rekja til þess að upphafsnótur hans fundust krotaðar í skyssubók tónskáldsins undir yfirskriftinni: Sellókonsert í C-dúr. Starfsmaður á Þjóðskalasafninu í Prag, Dr. Oldrich Pulkert, fann svo sellókonsertinn fyrir algera tilviljun árið 1961 við dagleg störf sín.+++ Það er ótrúlegt að þessi sami Pulkert, hefur ekki aðeins fundið tvo sellókonserta til viðbótar, eftir þá Carl von Dittersdorf og Josef Myslivcek, heldur fann hann einnig aðra útgáfu af vinsælli óperu Ludwig van Beethoven: Fidelio. Hann hlýtur því að gera tilkall til titilsins: Fundvísasti nótnavörður sögunnar! Ekki er okkur þó kunnugt um að keppt sé sérstaklega í þessari grein. Það er Sigurgeir Agnarsson sellóleikari í SÍ sem ætlar að spreyta sig á konsertinum á tónleikunum en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson. Efnisskráin er þessi: Johannes Brahms: Tilbrigði um stef eftir Josef Haydn Josef Haydn: Sellókonsert í C dúr Modest Mússorskíj: Nótt á nornagnípu Sergej Rahkmanínov: Vocalise Pjotr Tsjajkovskíj: 1812 Forleikur Efnisskráin í heild sinni er á þessari slóð: http://sinfonia.is/default.asp?page_id=3268 Tónleikarnir hefjast báða dagana klukkan 19.30.