28. janúar 2004
Tvö stórkostleg verk - hvort á sinn hátt
“Fiðlukonsert Beethovens er einstakur í tónlistarsögunni sama hvernig á það er litið. Hann er drottning fiðlukonsertanna: tignarlegur, ljóðrænn, íhugull og syngjandi. ”. Þannig kemst Árni Heimir Ingólfsson að orði í umfjölun sinni um komandi tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Það ríkir sérstök eftirvænting eftir þessum tónleikum því á seinni hluta þeirra er 4. sinfónía Sjostakovitsj á dagskrá. +++ Eitt metnaðarfyllsta verkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands hin síðari ár er sú fyrirætlun að leika allar sinfóníur Dmítrí Sjostakovitsj, alls fimmtán talsins, á næstu þremur til fjórum starfsárum. Flutningi á fyrstu 3 sinfóníum er nú lokið og komið að þeirri fjórðu. Verkið gerir kröfu um gríðarlegan stóra hljómsveit og hafa sviðsmenn SÍ gert sérstakar ráðstafanir og stækkað sviðið til þess að allir hljóðfæraleikararnir 108 rúmist á sviðinu í Háskólabíói. Sjostakovitsj mætti gríðarlegu mótlæti í heimalandi sínu á hinum myrka tíma Stalínismans. Hann var meðal annars kallaður óvinur alþýðunnar, þurfti að þola miskunarlausar árásir ýmissa samtímamanna sinna og lifði í ótta um líf sitt. Grípum niður í efnisskrá tónleikanna: ”...þegar Shostakovitsj var um það bil hálfnaður með 4. sinfóníuna, hrundi ferill hans til grunna á einni nóttu. Í Prövdu, málgagni kommúnistaflokksins, birtist nafnlaus leiðaragrein (sem síðan hefur oft verið eignuð Stalín sjálfum), „Óreiða í stað tónlistar“. Greinin er miskunnarlaus árás á Shostakovitsj og tónlist hans, og hún jafngilti í raun opinberri fordæmingu.” Þessa merkilegu sögu má lesa í efnisskrá tónleikanna: . Efnisskráin er á heimasíðu SÍ: /default.asp?page_id=3275 Áhugi á tónleikunum er mikill og ekki mikið eftir af lausum miðum. Áhugasamir eru því hvattir til þess að tryggja sér miða í tíma. Hljómsveitarsjóri er Rumon Gamba og Pekka Kuusisto leikur á fiðlu.