EN

17. desember 2004

Allir miðar á Jólatónleikana seldust upp fyrir þremur vikum, mikil sala á Vínartónleika.

Aðsókn að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands færist sífellt í aukana og það sem af er vetri hefur Háskólabíó verið einstaklega þétt setið á fimmtudagskvöldum sem er opinber tónleikadagur SÍ. Nú er til að mynda löngu orðið uppselt á jólatónleikana sem fyrirhugaðir eru næsta laugardag og því miður engin leið að halda nema eina tónleika að þessu sinni. Einnig hafa hátt á fjórða þúsund miðar selst á Vínartónleikana sem fyrirhugaðir eru nú í janúarbyrjun og verða þeir alls fjórir að þessu sinni.