6. janúar 2006
Fiðlukonsert eftir Sibelius á efnisskránni
"Það sem einkennir fiðlukonsert Sibeliusar og er kannski helsta ástæðan fyrir vinsældum hans er hversu vel tónskáldinu tekst að sameina glæsilega virtúósaspilamennsku og innhverfar kyrrðarstundir..." segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur um einleikskonsertinn sem Boris Brovtsyn flytur á tónleikum Sí, fimmtudaginn 12. janúar. +++ Hljómsveitartjórinn Arvo Volmer stjórnar flutningi konsertsins ásamt öðru verki tónskáldsins, Lemminkäinen og stúlkurnar frá Saari, auk þess sem tvö verk eftir ungverska tónskáldið Zoltán Kodály verða á efnisskránni. Efnisskrána má nálgast hér. Enn eru miðar lausir á tónleikana sem eru í rauðri áskriftarröð.(Miðasala).