EN

12. febrúar 2006

Innrásin frá Mars verður 23. febrúnar

Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar munu koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói þann 23. febrúar næstkomandi þegar flutt verður konsertuppfærsla á rokksöngleik Jeff Wayne's The War of the Worlds, eða Innrásin frá Mars. Margrét Eir, Jónsi, Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson munu syngja, leikarinn góðkunni Jóhann Sigurðarson verður í hlutverki sögumanns. Ásamt Sinfóníuhljómsveitinni leika valinkunnir popptónlistarmenn, þeir Kjartan Valdimarsson, Ólafur Hólm, Guðmundur Pétursson, og Lárus Grímsson svo einhverjir séu nefndir.