EN

13. febrúar 2006

Orðsending til þeirra sem greitt hafa með greiðslukortum frá VISA á tónleikana 23. febrúar

Talsvert hefur borið á fyrirspurnum frá þeim sem greiddu miða á tónleikana í næstu viku, Innrásina frá Mars, í gegnum netsölu með greiðslukortum frá Visa. en margir töldu sig ekki hafa fengið 20% afslátt sem auglýstur var. Því miður hefur röng upphæð hafi verið skuldfærð á kort viðkomandi, þ.e. án afsláttar. Við ítrekum að þetta verður lagfært og nú þegar eru umsjónaraðilar hjá fyrirtækinu midi.is, sem sinnir netmiðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, að undirnbúa lagfæringar. Tölvupóstur mun berast þeim sem afsláttinn áttu að fá innan skamms með leiðbeiningum um hvernig bregðast skuli við. Miðasalan hefur beinlínis rokið af stað og nú eru einungis um innan við 100 miðar eru eftir.