EN

14. febrúar 2006

Uppselt á tónleikana 23. febrúar. Aukatónleikar haldnir sama kvöld

Tónlist Jeff Waynes um innrásina frá Mars sem kom út á hljómplötunni “The War of the Worlds” um miðjan áttunda áratuginn virðist eiga sér marga aðdáendur hér á landi. Varla var fyrr búið að auglýsa tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem fyrirhugaðir eru á fimmtudag í næstu viku en þeir seldust upp. Eftir talsverða yfirlegu hefur tekist að setja saman aukatónleika síðar sama kvöld. Aukatónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og miðasala á þá er þegar hafin. Ekki er hægt að taka miða frá. Hér getur þú keypt miða.