14. febrúar 2006
Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur upp verk Malcolm Williamson fyrir Chandos-útgáfuna
Um þessar mundir vinnur Sinfóníuhljómsveit Íslands að hljóðritun á nokkrum verka Malcolm Willamson í samstarfi við breska útgáfufyritækið CHANDOS. Ralph Couzens, forstjóri Chandos er staddur hér á landi í tengslum við verkefnið en þetta er í annað sinn sem hann kemur hingað til lands í sömu erindagjörðum. Fyrir tæpu ári síðan kom út geisladiskur Chandos-útgáfunnar með verkum Malcolm Williamsson þar sem SÍ sá um undirleik, sá bar nafnið Malcolm Williamsson, volume 1. Nú stendur sem sagt yfir vinna við disk númer tvö og ekki er loku fyrir það skotið að sá þriðji muni einnig líta dagsins ljós. Rumon Gamba aðalhljómsveitarstjóri stjórnar hljómsveitinni í upptökunum líkt og hann gerði síðasta vor við sama tilefni.Á myndinni má sjá albúm geisladisksins kom út á síðasta ári. Efni disksisin sem nú er í vinnslu er sinfónía nr. 1 og 5 og tvö strengjaverk, Lento for strings og Epitaph for Edith Sitwell.