28. febrúar 2006
Ríflega 3500 leikskólabörn heimsækja hljómsveitina þessa dagana
Þessa dagana býður Sinfóníuhljómsveit Íslands rúmlega 3500 leikskólabörnum af höfuðborgarsvæðinu á tónleika í Háskólabíói á ævintýrið um Dimmalimm. Garðar Thor Cortes og Halla Vilhjálmsdóttir leika og syngja á tónleikunum en einnig koma fram nemendur úr Listdansskólanum og kór Kársnesskóla. Edda Heiðrún Bachman leikstýrir en hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinson. Endurskinsmerki barnarnna kölluðust á við flass ljósmyndarans þegar augnablikið var fest á filmu. Þau létu það ekki slá sig út af laginu og nutu hverrar stundar á tónleikunum en þurftu þó eðlilega að setja fram einstaka athugasemdir um atburðarásina. Heimsóknirnar eru árlegur viðburður og hafa verið í tæp 15 ár.