27. mars 2006
Breyting á efnisskrá næstu tónleika í grænni áskriftarröð
Af óviðráðanlegum orsökum hefur efnisskrá tónleikanna 21. og 22. apríl næstkomandi verið breytt. Til stóð að Garðar Cortes stjórnaði hljómsveitinn ásamt Óperukórnum í Reykjavík en af því getur því miður ekki orðið. En maður kemur í manns stað og nú er það ljóst að söngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir mun syngja margar af sínum uppáhaldsaríum á tónleikunum undir stjórn góðvinar okkar Petri Sakari. Leiðir þeirra Elínar Óskar og Petris lágu síðast saman í Íslensku óperunni í glæsilegri uppfærslu á MacBeth. Efnisskráin verður kynnt í heild sinni innan skamms.