EN

31. mars 2006

Eitt dáðasta tónverk allra tíma á tónleikum 6. april

Sálumessa Mozarts verður sungin og leikin á tónlekum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói, fimmtdaginn 6. apríl næstkomandi. Stjórnandi verður Petri Sakari, Hanna Dóra Sturludóttr, Alina Dubik, Jónas Guðmundsson og Kouta Räsänen syngja einsöng, Hamrahlíðarkórarnir koma fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. "Ímyndin af dauðvona tónskáldi sem á dánarbeði sínum keppist við að semja sálumessu handa ókunnum sendiboða sem jafnvel fengi fyrirskipanir sínar að handan, hélt listunnendum rómantíska tímans hugföngnum svo um munaði. Þótt engum blandist um það hugur að Sálumessa Wolfgangs Amadeusar Mozarts sé meðal mestu meistaraverka tónskáldsins og ein fullkomnasta tónsmíð sinnar gerðar, er hitt jafn víst að sögusagnirnar sem hafa sveipað tilurð verksins dulúð eiga ekki síður þátt í vinsældum þess." Þannig segir Árni Heimir Ingólfsson frá í efnisskrá en hana má lesa í heild sinni hérna.