EN

12. apríl 2006

Aukatónleikar með Ragnheiði Gröndal og Eivöru Pálsdóttur

Tónleikarnir sem fyrirhugaðir eru í lok apríl með söngfuglunum tveimur, Ragnheiði Gröndal og Eivöru Pálsdóttur, þar sem leikin verða sígild, íslensk dægurlög í nýjum útsetningum, virðast falla í kramið hjá tónlistarunnendum. Brugðið hefur verið á það ráð að bæta við öðrum tónleikum vegna mikillar ásóknar í miða. Seinni tónleikarnir eru fyrirhugaðir þann 28. apríl og miðasala er þegar hafin og einfalt og öruggt að ganga frá kaupum hér hægra megin á síðunni. Það er sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson sem hefur fært lög gömlu meistaranna, þeirra Jóns Múla, Jenna Jóns, Sigfúsar Halldórssonar og fleiri, í nýjan búning. Kynnir á tónleikunum verður engin önnur en þulan ástkæra, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, sem er löngu landsþekkt fyrir störf sín í Ríkistútvarpinu. Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Benjamin Pope.