EN

12. apríl 2006

Óperuveisla með Elínu Ósk og Petri Sakari

Þann 21. og 22. apríl mun Elín Ósk Óskarsdóttir syngja margar af sínum uppáhaldsaríum á tónleikum undir stjórn góðvinar okkar Petri Sakari. Leiðir þeirra Elínar Óskar og Petris lágu síðast saman í Íslensku óperunni í g í glæsilegri uppfærslu á MacBeth svo það er óhætt að búast við mikilli flugeldasýningu þegar þau tvö leiða saman hesta sína að nýju á tónleikasviðinu. Á efnisskránni eru verk eftir Wagner, Ponchielli, Verdi og Puccini meðal annars. Miðasala er í fullum gangi og efnisskrá birtist á vefnum innan skamms.