EN

3. maí 2006

Ævintýralegir tónleikar laugardaginn 6. maí. Börn og fullorðnir koma í ævintýrabúningum

Næstkomandi laugardag mun Sinfóníuhljómsveit Íslands efna til ævintýralegra tónleika og eru áheyrendur bæði börn og fullorðnir, hvattir til þess koma í ævintýrabúningum og hjálpa þannig til við að skapa rétta andrúmsloftið.Kóngar og drottningar, prinsar og prinsessur, töframenn og heilladísir, álfar og tröll, kentárar, kýklópar og ofurmenni, allir eru boðnir velkomnir! Á tónleikunum verður leikin tónlist sem heillað hefur börn á öllum aldri , meðal annars við ævintýrið um Öskubusku eftir Prokofíev, ævintýrið um Aladdín eftir Carl Nielsen, Gæsamömmu-svítan eftir Ravel ásamt fögrum lögum úr söngleikjunum Fríða og Dýrið og Galdrakarlinum í Oz. Valdís G. Gregory er ung og hæfileikarík söngkona sem mun í fyrsta sinn syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands við þetta tækifæri. Kynnir verður Halla Vilhjálmsdóttir og Rumon Gamba stjórnar hljómsveitinni. +++ Valdís G. Gregory er ung og hæfileikarík söngkona sem mun í fyrsta sinn syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands við þetta tækifæri. Hún er fædd árið 1985 og hóf kornung tónlistarnám í forskóla og kórskóla Langholtskirkju. Frá sex ára aldri lærði hún á fiðlu þar til hún skipti yfir á selló 11 ára gömul auk þess sem hún stundaði píanónám um skeið. Hún lærði klassískan söng hjá Signýju Sæmundsdóttur og lauk miðstigi vorið 2004. Síðan hefur Valdís sótt einkatíma hjá Ingveldi Ýri Jónsdóttur þar sem áherslan hefur verið lögð á söngleikjastíl. Síðastliðið sumar var hún í söngleikjanámi í Summer Theatre Institute við DeSales University í Pennsylvania í Bandaríkjunum og hlaut hæstu einkunn í náminu.Valdís hefur auk þess víðtækt dansnám að baki og hefur sótt ýmis leiklistarnámskeið. Hún mun hefja söngleikjanám (Musical Theatre) við University of Hartford í Connecticut í haust. Valdís er á sér þann draum heitastan að fá að syngja hlutverk Eponine í Vesalingunum. Hver veit nema að henni verð að ósk sinni síðar á ævinni. Kynnir á tónleikunum verður Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona. Hún fór með hlutverk Dimmulimm á leikskólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrr á þessu ári. Halla hefur fengið mikið lof fyrir hlutverk Pollýar í Túskildingsóperunni, og er það fyrsta hlutverk hennar við Þjóðleikhúsið. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og það er enginn annar en aðalhljómsveitarstjórinn Rumar Gamba sem heldur um Tónsprotann.Efnisskráin er eftirfarandi: Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einsöngur: Valdís G. Gregory Kynnir: Halla Vilhjálmsdóttir Höfundur Verk Carl Nielsen: Aladdinsvíta, Negardans Maurice Ravel: Gæsamamma Sergej Prókofíev: Öskubuska, svíta nr.2, Vals og Miðnætti Harold Arlen: Somewhere over the rainbow (Galdrakarlinn í Oz) Alan Menken: Home (Fríða og dýrið)