EN

29. maí 2006

Frumflutningur á Sinfóníu nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson

Fimmtudaginn 1. júní stýrir Bernharður Wilkinson flutningi á nýrri sinfóníu eftir hirðskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Atla Heimi Sveinsson. Um sinfóníuna segir Atli að hún, líkt og fyrsta sinfónía hans, hafi orðið til fyrir innblástur augnabliksins. "Ég kæri mig kollóttan um fræðikenningar gamlar og nýjar. Hér er engin sinfónísk stefjaúrvinnsla eða hefðbundin uppbygging. Þaðan af síður strúktúr eða textúr, pattern og „sett“ eða spektralpælingar. Allra síst póstmódernismi. Sumir reyna að koma skipulagi á óskapnaðinn, ég reyni að koma óskapnaði inn í skipulagið. Ég vil búa eitthvað til sem ekki hefur heyrst áður og reyni að sjá listina í nýju ljósi. Sinfónía er heimur út af fyrir sig líkt og umfangsmikil skáldsaga...“.