EN

9. ágúst 2006

Útitónleikar á Austurvelli miðvikudaginn 6. september

Það verður mikið um dýrðir í miðborg Reykjavíkur miðvikudaginn 6. september, síðdegis, því þá mun Sinfóníuhljómsveit Íslands koma sér fyrir á Austurvelli og leika fyrir gesti og gangandi. Við viljum hvetja sem flesta til þess að koma og hlusta á þjóðarhljómsveitina undir stjórn aðalhljómsveitarstjórans Rumon Gamba. Það er sjálfsagt að taka það fram að slíkir tónleikar eru eðlilega háðir duttlungum veðurguðanna. Aðeins tveimur dögun síðar, eða föstudaginn 8. september, mun söngkonan Barbara Bonney syngja á upphafstónleikum starfsársins í Háskólabíói. Það urðu tónleikagestum sár vonbrigði síðasta haust þegar Bonney þurfti að hætta við för sína til Íslands vegna veikinda.Nú bætir hún upp fyrir fjarveruna og syngur fimm söngva eftir Grieg.