EN

28. ágúst 2006

Ein skærasta stjarna Noregs syngur á Styrktartónleikum Fl-Group og SÍ

Á styrktartónleikum FL-Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar, næstkomandi laugardag, syngur ein af allra stærstu stjörnum skandinavískrar sönglistar um þessar mundir, norska sópransöngkonan Solveig Kringelborn. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sungið undir stjórn margra fremstu hljómsveitarstjóra heimsins svo sem Zubin Mehta, Sir Simon Rattle, Sir Neville Marriner og Sir Colin Davis. Solveig hefur þótt túlka verk skandinavískra skálda sérstaklega vel og dæmi þess má heyra á fjölda útgefinna geisladiska. Það er því sannkallað gleðiefni að heyra hana spreyta sig á hinum undurfögru sönglögum Griegs, meðal annars Solveigs sang úr Pétri Gaut. Hvað gæti verið meira viðeigandi. Tónleikarnir 9. september eru til stuðnings átaksverkefni BUGL Lífið kallar” en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoða við mótun nýrrar lífssýnar í bráðamerferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. Lesa má ítarlega um verkefnið hér!