EN

5. september 2006

Sinfóníudagurinn 7. september. Tónleikar í Smáralind kl. 17.00. Allir Velkomnir

Það er aldrei á vísan að róa þegar íslenskt veðurfar er annars vegar. Blíðan sem lék við landann alla síðustu viku er horfin og orðið svo blautt að ekki er hljóðfæraleikara út sigandi. Svo í stað þess að halda Sinfóníudaginn hátíðlegan með útitónleikum á Austurvelli fimmtudaginn 7. september hefur verið brugðið á það ráð að færa tónleikana inni í verlsunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. Tónleikarnir sem fara fram eins og áður sagði fimmtudaginn 7. september, hefjast klukan 17.00. Undir stjórn Rumon Gamba, mun Sinfóníuhljómsveitin leika glæsileg verk úr heimi tónbókmenntanna og tilvalið fyrir þá sem eru forvitnir og spenntir fyrir þjóðarhljómsveitinni en ekki enn fengið tækifæri á að heyra í henni í návíg, að drífa sig í Smáralindina á fimmtudaginn.