EN

19. október 2006

Tónleikar í Mosfellssbæ laugardaginn 21. október

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Mosfellsbæjar, nú Listaskóla Mosfellsbæjar verður efnt til sannkallaðrar tónlistarveislu í Íþróttahúsinu að Varmá, laugardaginn 21. okt.kl. 15.00. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurt Kopecky flytur m.a. nokkur lög við ljóð Halldórs Kiljan Laxness, sem Páll Pampichler Pálsson hefur fært í hljómsveitarbúning af þessu tilefni. Fram koma, auk Sinfóníuhljómsveitarinnar: +++ Álafosskórinn: stjórnandi Helgi R. Einarsson Kammerkór Mosfellsbæjar: stjórnandi Símon Ívarsson Karlakórinn Stefnir: stjórnandi Atli Guðlaugsson Kirkjukór Lágafellssóknar: stjórnandi Jónas Þórir Kvennakórinn Heklurnar: stjórnandi Björk Jónsdóttir Reykjalundarkórinn: stjórnandi Íris Erlingsdóttir Skólakór Varmárskóla: stjórnandi Guðmundur Ómar Óskarsson Skólahljómsveit Mosfellsbæjar: stjórnandi Daði Þór Einarsson og einsöngvararnir Bjarni Atlason og Þorvaldur Kr. Þorvaldsson. Tónleikarnir eru haldnir að frumkvæði Tónlistarfélags Mosfellsbæjar og eru þeir fyrstu í tónleikaröð vetrarins. Tónleikarnir hefjast kl. 15:00 Miðasala er á heimasíðu hljómsveitarinnnar, sinfonia. og í síma 545 2500 en einnig verða seldir miðar við innganginn. Verð miða: kr. 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir börn.