EN

4. desember 2008

SÍ tilnefnd til Grammy-verðlauna

Sinfóníuhljómsveit Íslands er tilnefnd til hinna virtu Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitarflutning fyrir geisladisk sinn með hljómsveitarverkum eftir franska tónskáldið Vincent d´Indy, sem kom út hjá bresku Chandos-útgáfunni fyrr á þessu ári. Stjórnandi á diskinum er Rumon Gamba, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar. Um er að ræða verðlaun sem veitt eru fyrir bestu frammistöðu hljómsveitar og hljómsveitarstjóra á hljómplötu. Ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands eru Konunglega skoska hljómsveitin, Sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, og Holllywood Studio sinfóníuhljómsveitin tilnefndar í þessum flokki. http://content.grammy.com/grammy_awards/51st_show/list.aspx#30