EN

21. janúar 2021

Nýjar dagsetningar á Valkyrju Wagners

Uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar á Valkyrju Wagners sem vera átti á Listahátíð í Reykjavík í Hörpu 25. og 27. febrúar 2021 hefur verið frestað. Strangar ferða- og samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins gera það að verkum að ekki er hægt að halda í fyrri áform og hefur viðburðinum verið fundinn nýr tími að ári liðnu.

Nýjar dagsetningar eru:
Fimmtudagur 24. febrúar 2022 kl. 18:00 (áður 25. febrúar 2021)
Laugardagur 26. febrúar 2022 kl. 16:00 (áður 27. febrúar 2021)

Hér má lesa nánar um viðburðinn.

Aðgöngumiðar færast sjálfkrafa yfir á nýjar dagsetningar og gilda þar í sömu sæti. Ef nýjar dagsetningar henta ekki getur miðahafi óskað eftir endurgreiðslu með því að senda tölvupóst til miðasölu Hörpu á netfangið midasala@harpa.is.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér og þökkum þolinmæðina og skilninginn.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan