EN

1. september 2018

Opinn fyrirlestur með Árna Heimi: „Klassísk tónlist 101“

Mánudagskvöldið 3. september stendur Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir fyrirlestri Árna Heimis Ingólfssonar, „Klassísk tónlist 101“.

Í fyrirlestrinum, sem hefst kl. 20 í Kaldalóni í Hörpu, stiklar Árni Heimir á stóru um sögu klassískrar tónlistar, sinfóníuformið, og ólíkar leiðir til þess að njóta klassískrar tónlistar. Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir.

Árni Heimir Ingólfsson lauk doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla árið 2003 og skrifaði m.a. bókina Saga tónlistarinnar árið 2016 sem er fyrsta og eina yfirlitsritið um tónlistarsögu eftir íslenskan höfund. Árni starfar nú sem listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sérstök áhersla verður lögð á að kynna hápunkta vetrarins í dagskrá Sinfóníunnar og að erindinu loknu verður Árni Heimir til ráðgjafar um val á tónleikum fyrir Regnbogaáskrift.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Viðburðurinn á Facebook