EN

13. febrúar 2018

Osmo stjórnar Mahler nr. 2 á Listhátíð í Reykjavík 1. júní

Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar Shostakovitsj Sinfóníu nr. 6 á tvennum tónleikum í þessari viku auk þess sem hann leikur á klarínett í Föstudagsröðinni. Næst kemur hann til landsins 1. júní og stjórnar Upprisusinfóníu Mahlers á Listahátíð í Reykjavík en einungis örfáir miðar eru eftir á þessa mögnuðu tónleika í Eldborg.