EN

14. mars 2018

Recurrence: plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum

Geisladiskurinn Recurrence var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í sígildri- og samtímatónlist. Recurrence er fyrsti hljómdiskur af þremur sem bandaríska forlagið Sono Luminus gefur út í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Diskurinn hefur hlotið afar lofsamlega dóma gagnrýnenda og var nýverið valinn einn af fimm bestu diskum ársins að mati Christian Blauvelt, menningarritstjóra BBC Culture. Hann segir í umsögn sinni á vefsíðu BBC að Ísland sé í miðri „endurreisn á sviði klassískrar tónlistar“ og að diskurinn sýni hvílíku hæfileikafólka eyþjóðin geti státað af.

Recurrence er fyrsti hljómdiskur af þremur sem bandaríska forlagið Sono Luminus gefur út í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Næsti diskur var hljóðritaður í febrúar síðastliðnum og þar hljóma m.a. verk eftir Hauk Tómasson, Pál Ragnar Pálsson og Magnús Blöndal Jóhannsson.