EN

17. október 2019

Senda inn tónverk til flutnings eða hljóðritunar

Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur á móti nýjum og nýlegum íslenskum tónverkum til skoðunar vegna flutnings á tónleikum og/eða til hljóðritunar. Tónskáld sem vilja fá verk sín flutt af hljómsveitinni eru hvött til þess að senda inn rafræna umsókn hér á vef hljómsveitarinnar. Allar umsóknir verða teknar fyrir á fundi verkefnavalsnefndar Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem ákveður í samráði við aðalhljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda hvaða verk verða á dagskrá hljómsveitarinnar.