Tónleikum aflýst
Í ljósi nýrra frétta um hertar samkomutakmarkanir hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands þurft að aflýsa öllum fyrirhuguðum tónleikum næstu þrjár vikurnar. Það eru tónleikarnir Mahler nr. 4 25. mars, Mendelssohn og Beethoven 9. apríl og Tsjajkovskíj og Prokofíev 15. apríl.
Miðahafar eiga áfram inneign hjá hljómsveitinni sem þeir geta nýtt síðar á aðra tónleika sveitarinnar en einnig er hægt að fá miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.
Miðasala Hörpu þjónar áfram viðskiptavinum alla daga frá kl. 12-16 í síma 528-5050 og einnig er hægt að senda póst á midasala@harpa.is.
- Eldri frétt
- Næsta frétt