EN

9. maí 2018

Tónskáldastofa Yrkju fer af stað

Tónskáldin Haukur Þór Harðarson og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir voru valin til þátttöku í Yrkju IV. Þau munu starfa með hljómsveitinni á næstu misserumn undir handleiðslu Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskálds Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Yrkja er samstarfsverkefni Íslenskrar tónverkamiðstöðvar og ýmissa tónlistarstofnana og tónlistarhópa. Tónskáldastofan miðar að því að búa tónskáld undir starf í faglegu umhverfi hjá hljómsveitum. Verk þeirra verða síðan frumflutt á sérstökum uppskerutónleikum föstudaginn 1. febrúar í Norðurljósum.