EN

27. október 2019

Úrslit í einleikarakeppni Sinfóníunnar og LHÍ 2019

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listaháskóli Íslands

Helgina 25. og 26. október 2019 fór fram árleg einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Listaháskóla Íslands. 

Sigurvegarar í einleikarakeppninni

Fjórir urðu hlutskarpastir í keppninni að þessu sinni og koma fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg þann 16. janúar. Sigurvegarar í einleikarakeppninni 2019 voru Sólveig Vaka Eyþórsdóttir, fiðluleikari, Kristín Ýr Jónsdóttir, þverlfautuleikari, Flemming Viðar Valmundsson, harmóníkuleikari, og Gunnar Kristinn Óskarsson, trompetleikari. Þau munu koma fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Önnu-Maríu Helsing á tónleikum í Eldborg þann 16. janúar 2019.

Dómnefndin var að þessu sinni skipuð Sigrúnu Eðvaldsdóttur, konsertmeistara hljómsveitarinnar og formanni dómnefndar, Signýju Sæmundsdóttur, söngkonu, Richard Simm, píanóleikara og Stefáni Jóni Bernharðssyni, hornleikara.

Fjölbreytt og spennandi efnisskrá

Fjölbreytt tónlist mun hljóma á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 16. janúar þegar ungu einleikararnir stíga á svið með hljómsveitinni. Á efnisskránni eru flautukonsert Iberts, fiðlukonsert eftir Max Bruch, harmóníkukonsertinn Spur eftir Arne Nordheim og trompetkonsert í As-dúr eftir Alexander Arutiunian.

NÁNAR UM TÓNLEIKANA