EN

12. mars 2020

Vegna COVID-19 og mannamóta

Á meðan ekk­i er sam­komu­bann í gildi á Íslandi er mik­il­vægt að gæta vel að smit­vörnum á viðburðurðum. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví. Vitað er að eldri borg­ar­ar og þeir sem glíma við undir­liggj­andi sjúk­dóma (t.d. syk­ur­sýki, hjarta- og æðasjúk­dóma, lang­vinna lungna­teppu, lang­vinna nýrna­bil­un og krabba­mein) eru í mestri hættu með að fá al­var­leg ein­kenni COVID-19. Á fjöl­menn­um viðburði er einkar mik­il­vægt að huga vel að per­sónu­legu hrein­læti; þvo hend­ur reglu­lega, nota hand­spritt þegar þörf kref­ur og hnerra eða hósta í einnota þurrku eða í oln­boga­bót­ina. Tónleikagestir í Hörpu hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu og einnota þurrk­um á snyrtingum og handspritti víðsvegar í framhúsi Hörpu.

Þeir sem geta ekki mætt á tónleikana Sinfóníuhjómsveitar Íslands vegna ofnagreindara ástæðna geta fært miðana á aðra tónleika eða fengið þá endurgreidda í miðasölu Hörpu. Ef frekri spurningar vakna hvetjum við ykkur að hafa samband við miðasölu í síma 528-5050 eða á netfangið midasala@harpa.is

Nánari upplýsingar um tilmæli almannavarna varðandi mannamót má finna hér: https://www.facebook.com/Almannavarnir/posts/3148184625213299