EN

15. júní 2022

AIŌN hlýtur tvenn Grímuverðlaun

 
 
Samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslenska dansflokksins, AIŌN, hlaut tvenn verðlaun á Grímunni 2022, sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu 15. júní. Anna Thorvaldsdottir, staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands hlaut Grímuna fyrir tónlist ársins í AIŌN og Erna Ómarsdóttir hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins fyrir sýninguna.
 
Við óskum samstarfsfélögum okkar í Íslenska dansflokknum og verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju með verðlaunin, með kæru þakklæti fyrir samstarfið.