EN

17. maí 2022

Tónleikar til heiðurs Erling Blöndal Bengtson

Dansk-íslenski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson hefði orðið 90 ára í mars 2022. Af því tilefni halda sellókennararnir Henrik Brendstrup við Konunglega tónlistarháskólann í Árósum og Sigurgeir Agnarsson við Listaháskóla Íslands tónleika til heiðurs þessa merka tónlistarmanni og kennara, ásamt sellónemendum skólanna tveggja. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum næstkomandi fimmtudagskvöld, 19. maí kl. 20, og eru haldnir í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Flutt verður m.a. Requiem eftir Popper, Hymnus eftir Klengel og kafli úr sellósónötu Chopins, og þegar mest verður leika saman 18 sellóleikarar. Þá munu Gunnar Kvaran, sellóleikari og nemandi Erlings, og Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og fyrrum konsertmeistari við Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja erindi um Erling.