Upptökur fyrir Sono Luminus
Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritar þessa dagana fyrir upptökufyrirtækið Sono Luminus. Verkin sem tekin verða upp eru Clockworking eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, CATAMORPHOSIS eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Sinfonia (for orbiting spheres) eftir Missy Mazzoli og Ós eftir Báru Gísladóttur. Upptökurnar fara fram í Eldborg og er hljómsveitarstjóri Daníel Bjarnason. Ragnheiður Jónsdóttir er tónmeistari og Daniel Shores er hljóðmeistari.