Anna Þorvaldsdóttir og Sinfónían valin á topplista The New York Times
Gjöfult ár í útgáfu á íslenskri tónlist
Platan ARCHORA / AIŌN með verkum Önnu Þorvaldsdóttur í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Evu Ollikainen aðalhljómsveitarstjóra SÍ var valin á lista yfir bestu klassísku plötur ársins 2023 hjá dagblaðinu The New York Times. Platan var gefin út hjá bandarísku útgáfunni Sono Luminus og upptökustjóri var Ragnheiður Jónsdóttir. ARCHORA / AIŌN hefur fengið mjög góða dóma í alþjóðlegu pressunni og var einnig valin á topplista 2023 hjá The Boston Globe og NPR.
Á topplistanum hjá The New York Times er einnig að finna plötu Víkings Heiðars Ólafssonar, Bach: Goldberg Variations.
Aðrar útgáfur með flutningi Sínfóníuhljómsveitar Íslands voru A Prayer To The Dynamo, með verkum Jóhanns Jóhannssonar undir stjórn Daníels Bjarnasonar, sem kom út hjá Deutsche Grammophon; Atmospheriques gefin út af Sono Luminus með nýjum verkum eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Báru Gísladóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Missy Mazzoli og Daníel Bjarnason sem jafnframt stjórnaði hljómsveitinni; Icelandic Works for the Stage, gefin út af Chandos, með verkum eftir Jórunni Viðar og Pál Ísólfsson undir stjórn Rumon Gamba og að lokum A Night At The Symphony, útgáfa frá tónleikum Laufeyjar og Sinfó í Hörpu undir stjórn Hough Brunt.
Útgáfa Sinfóníuhljómsveitar Íslands á íslenskri tónlist hefur aldrei verið jafn mikil á einu ári og því óhætt að segja að íslenskt tónlistarlíf standi í miklum blóma.
https://www.nytimes.com/2023/12/21/arts/music/best-classical-music-albums-2023.html