Jólalest Sinfóníunnar á ferð og flugi
Sinfóníuhljómsveit Íslands verður í hátíðarskapi í desember og heldur opna jólastund í Flóa í Hörpu í hádeginu mánudaginn 18. desember. Þar verður flutt falleg jólatónlist sem kemur öllum í sannkallað jólaskap. Tónleikarnir hefjast kl. 12:00 og er aðgangur ókeypis.
Þriðjudaginn 19. desember kl. 10:30 heimsækir hljómsveitin svo heimilisfólk á Hrafnistu á Laugarási áður en förinni er heitið á Landspítalann við Hringbraut. Leikið verður í K-byggingunni kl. 13:00 og verður stundinni streymt um allan spítalann fyrir sjúklinga og starfsfólk til að njóta.