EN

27. nóvember 2023

20% afsláttur á Harry Potter kvikmyndatónleika

Stafrænn mánudagur hjá Sinfóníunni

Í dag býður Sinfóníuhljómsveit Íslands upp á 20% afslátt af miðum á kvikmyndatónleikana Harry Potter og fanginn frá Azkaban™. Myndin er byggð á þriðju bókinni í þessum ástsæla bókaflokki og birtist hér á hvíta tjaldinu með lifandi undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónleikarnir fara fram dagana 11.-13. apríl í Eldborg og eru tilvaldir í jólapakkann. Hægt er að fá miðana afhenta í sérstökum Harry Potter gjafaumbúðum í miðasölu Hörpu. 

Tilboðið gildir aðeins í dag og aðeins á netinu – þú getur keypt miða á tónleikana með 20% afslætti með því að smella hér.