EN

18. apríl 2018

Ashkenazy sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu

Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á sumardaginn fyrsta. Framlag Ashkenazys til íslensks tónlistar- og menningarlífs er ómetanlegt en í dag gegnir hann bæði stöðu aðalheiðursstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands og heiðursforseta Listahátíðar í Reykjavík.  

Í nóvember næstkomandi mun hljómsveitin halda í þriggja vikna tónleikaferð til Japans undir stjórn Ashkenazys þar sem markmiðið er að kynna land og þjóð og um leið halda upp á það farsæla og áralanga samstarf sem hljómsveitin hefur átt við Ashkenazy, einn virtasta og dáðasta tónlistarmann heims.

Um Vladimir Ashkenazy.