EN

6. apríl 2018

Aukatónleikar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðasala hefst 9. apríl kl. 12:00

Miðar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands seldust upp á einungis 12 mínútum þegar þeir fóru í sölu í vikunni og komust því færri að en vildu. Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana hefur því verið ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 23. ágúst kl. 20:00. Búast má við svipuðum viðbrögðum þegar aukatónleikarnir fara í sölu og hvetjum við þá sem vilja tryggja sér miða á þessa geysivinsælu tónleika að hafa hraðar hendur.

Miðasala á aukatónleikana hefst hér vef hljómsveitarinnar mánudaginn 9. apríl kl. 12:00.

Tónleikar hljómsveitarinnar í nóvember 2013 vöktu verðskuldaða athygli og komust færri að en vildu. Á tónleikum í ágúst næstkomandi verður töluvert af nýju efni í bland við lög sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.