EN

19. september 2023

Hátt í 3.400 nemendur á skólatónleikum í vikunni

Hátt í 1.700 nemendur úr elstu hópum leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla heimsóttu Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum skólatónleikum í Eldborg í dag. Von er á öðrum eins fjölda á morgun, miðvikudag. Hljómsveitin flutti Dýrasinfóníuna eftir bandaríska rithöfundinn Dan Brown, skemmtilegt ævintýri þar sem dýrin eru í aðalhlutverki. Sögumaður á tónleikunum var Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikkona og hljómsveitarstjóri Ross Jamie Collins, staðarhljómsveitarstjóri.

Við þökkum nemendum og kennurum kærlega fyrir komuna í dag og hlökkum til að taka á móti fleirum á morgun.