EN

15. september 2023

A Prayer To The Dynamo komin út hjá DG

Í dag kom út platan A Prayer To The Dynamo hjá útgáfunni Deutsche Grammophon með tónlist Jóhanns Jóhannssonar í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Ásamt titilverkinu er þar að finna tvær svítur úr kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario en Jóhann var einmitt tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í þeim myndum.

Hljómsveitin fagnar útgáfunni með tónleikum í Eldborg fimmtudaginn 28. september. Jóhann Jóhannsson var eitt þekktasta kvikmyndatónskáld samtímans þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram árið 2018. Hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin árið 2014 og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna. Á tónleikunum hljómar A Prayer To The Dynamo og tvö minni verk úr smiðju Jóhanns: Lúðraþyturinn úr upphafi verksins Virðulegu forsetar frá árinu 2004, og angurværi söngurinn Odi et Amo úr leikritinu Englabörnum frá 2002. Til viðbótar hljómar sinfónía nr. 1 eftir Philip Glass en hún byggir á hljómplötu Davids Bowie, Low, frá árinu 1977. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og einsöngvari er Jóna G. Kolbrúnardóttir