EN

13. september 2023

Ný stjórn tekur við störfum

Síðastliðinn miðvikudag hóf ný stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands störf og var þeirra fyrsti fundur jafnframt sjöhundraðasti stjórnarfundur hljómsveitarinnar.

Stjórnin er skipuð af menningarmálaráðherra til fjögurra ára í senn. Stjórnarmenn eru fimm, tilnefnir af menningarmálaráðuneyti, Reykjavíkurborg, fjármálaráðuneyti og starfsmannafélagi hljómsveitarinnar. Skipunartíminn er frá 1. ágúst 2023 til og með 31. júlí 2027.

Stjórnina skipa:
Sigurður Hannesson, formaður stjórnar, skipaður án tilnefningar,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar,
Margrét Pálmadóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg,
Emil Friðfinnsson, tilnefndur af Starfmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
Ragnar Jónasson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Varamenn eru:
Alex B. Stefánsson, skipaður án tilnefningar,
Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, skipuð án tilnefningar,
Sigurður Björn Blöndal, tilnefndur af Reykjavíkurborg,
Einar St. Jónsson, tilnefndur af Starfmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands,
Guðrún Inga Torfadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Á myndinni sjást frá vinstri: Sigurður Hannesson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Pálmadóttir, Emil Friðfinnsson og Ragnar Jónasson.