Hljómsveitarstjóraakademía Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2024
Auglýst er eftir þátttakendum í Hljómsveitarstjóraakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-2024. Námskeiðið verður haldið frá sunnudeginum 3.03.24 til og með miðvikudeginum 6.03.24. Námskeiðið endar á hádegistónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Norðurljósum.
Takmarkaður fjöldi umsækjenda kemst að á námskeiðinu og verður námsefni Akademíunnar kynnt síðar.
Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mánudaginn 30.10.23. Í kjölfarið verður umsækjendum tilkynnt í pósti hverjir hafi komist að.
Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:
- Tónlistarnám
- Aðalhljóðfæri
- Aldur
- Reynsla af hljómsveitar- og/eða kórastarfi
- Netfang og símanúmer
Umsóknir á að senda á Hjördísi Ástráðsdóttur, fræðslustjóra SÍ, hjordis@sinfonia.is